Hvað má og hvað má ekki? Halla María Sveinbjörnsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 3. júlí 2020 08:00 Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar