Dæmdur fyrir að brjóta gegn barnsmóður sinni fyrir framan dóttur þeirra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 16:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þriggja mánaða, skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að barnsmóður sinni að kvöldi 16. febrúar 2018 fyrir framan dóttur þeirra. Í dóminum segir að maðurinn hafi lagt barnsmóður sína í gólfið með valdi „svo hún rakst utan í hluti og tekið hana kverkataki tvisvar sinnum, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á mjöðm, hné, öxl og upphaldlegg og línulegt mar framanvert á hálsi bæði lóðrétt og lárétt og marblett aftanvert á hálsi hægra megin.“ Þá segir að dóttir mannsins hafi verið viðstödd þegar brotið átti sér stað, og hafi hann því beitt hana ógnunum og sýnt henni yfirgang og ruddalegt athæfi. Teldust brot hans varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög. Við ákvörðun refsingar hafði sakaferill mannsins ekki áhrif, en hann hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. Litið var til þess að maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi og hjá lögreglu. Eins var litið til þess að maðurinn hefur glímt við andleg veikindi og áfengisfíkn. „Hér fyrir dómi kvaðst hann iðrast gjörða sinna. Hann taki nauðsynleg lyf í dag og hafi verið edrú í rúmt ár,“ segir einnig í dóminum. Þó var litið til þess að háttsemi mannsins var alvarleg og ásetningur hans talinn einbeittur. Brot hans hafi verið framin á heimili brotaþola, í viðurvist ungrar dóttur þeirra. Hæfileg refsing var því talin þriggja mánaða fangelsisvist, sem fellur niður að liðnum tveimur árum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var honum gert að greiða verjanda sínum þóknun upp á 114.700 krónur, og 44.900 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira