Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:09 Hluta áhafnar Herjólfs hefur boðað til verkfalls. Vísir/Vilhelm Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur. Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur.
Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12