Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:05 Lögreglan í Hong Kong sést hér beita vatni gegn blaðamönnum sem fylgdist með aðgerðum hennar í borginni í gær. Ap/Kin Cheung Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53. Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53.
Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00