Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 12:31 Hermenn bera kistu bandarísks hermanns sem féll í árás sem talibanar eru taldir hafa borið ábyrgð á árið 2017. Rússar eru sagðir hafa lagt fé til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. Millifærslurnar voru taldar styðja mat leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið vígamönnum talibana verðlaunafé til að drepa hermenn Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Hvíta húsið hefur freistað þess að gera lítið úr mati leyniþjónustunnar um rússneska verðlaunaféð og vefengja áreiðanleika þess eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir síðustu helgi. Í fréttum var Donald Trump forseti sagður hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð í mars en ekki aðhafst neitt til að bregðast við gjörðum Rússa. Trump forseti hefur þvertekið fyrir að hann hafi vitað nokkuð um málið og gefið í skyn að fréttir af því séu „gabb“ sem eigi að koma höggi á hann og Repúblikanaflokkinn. The Russia Bounty story is just another made up by Fake News tale that is told only to damage me and the Republican Party. The secret source probably does not even exist, just like the story itself. If the discredited @nytimes has a source, reveal it. Just another HOAX!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 1, 2020 New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að leyniþjónustan hafi ekki aðeins komist yfir rafræn gögn um millifærslur frá rússnesku herleyniþjónustunni GRU til talibana heldur hafi hún borið kennsl á nokkra Afgana sem hún telur tengjast aðgerðum Rússa. Einn þeirra er talinn hafa haft milligöngu um verðlaunaféð og telur leyniþjónustan að hann sé nú staddur í Rússlandi. Upplýsingarnar um millifærslurnar eru sagðar hafa stutt við vitnisburð sem bandaríski herinn í Afganistan aflaði í yfirheyrslum yfir talibönum sem hann handsamaði. Þær hafi jafnframt dregið úr ágreiningi innan leyniþjónustunnar um trúverðugleika vitnisburðarins. Þetta stangast á við fullyrðingar Hvíta hússins um að leyniþjónustumatið hafi verið talið standa á of veikum grunni til að tilefni væri til að upplýsa Trump um það. Hvíta húsið upplýst um njósnir af verðlaunafénu í fyrra Bandarískir fjölmiðlar hafa ennfremur haft eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingar um verðlaunaféð hafi verið að finna í skriflegri skýrslu sem Trump fær daglega um leyniþjónustu- og þjóðaröryggismál þegar í lok febrúar. Trump les slíkar skýrslur sjaldan eða aldrei. Neitanir Hvíta hússins hafa ekki verið afdráttarlausar um hvort Trump hafi fengið skriflega skýrslu um rússneska verðlaunaféð. AP-fréttastofan greindi frá því í gær að Hvíta húsið hafi fengið upplýsingar um að Rússar kynnu að standa í aðgerðum til að hvetja talibana til að drepa bandalagshermenn í Afganistan þegar í byrjun síðasta árs. Washington Post staðfesti það hjá sínum heimildarmönnum í gær en segir að upplýsingarnar hafi þá verið taldar of óljósar til að hægt væri að byggja á þeim. Í framhaldinu hafi þjóðaröryggisráðið fundað nokkrum sinnum vegna ásakananna. Leyniþjónustunni og hernum var skipað að afla frekari upplýsinga um verðlaunaféð áður en gripið yrði til frekari aðgerða. Afganskir vígamenn hafa haldið því fram í yfirheyrslum að Rússar hafi byrjað að bjóða verðlaunaféð árið 2018. Leyniþjónustan telur að boðið um verðlaunaféð hafi leitt til dráps á þremur bandarískum landgönguliðum í apríl í fyrra. Farartæki sem þeir voru í var sprengt í loft upp fyrir utan Bagram, aðalflugherstöð Bandaríkjamanna í Afganistan. Bæði rússnesk stjórnvöld og talibanar hafa neitað því að verðlaunafé hafi verið í boði fyrir að fella hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22 Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. Millifærslurnar voru taldar styðja mat leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið vígamönnum talibana verðlaunafé til að drepa hermenn Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Hvíta húsið hefur freistað þess að gera lítið úr mati leyniþjónustunnar um rússneska verðlaunaféð og vefengja áreiðanleika þess eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir síðustu helgi. Í fréttum var Donald Trump forseti sagður hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð í mars en ekki aðhafst neitt til að bregðast við gjörðum Rússa. Trump forseti hefur þvertekið fyrir að hann hafi vitað nokkuð um málið og gefið í skyn að fréttir af því séu „gabb“ sem eigi að koma höggi á hann og Repúblikanaflokkinn. The Russia Bounty story is just another made up by Fake News tale that is told only to damage me and the Republican Party. The secret source probably does not even exist, just like the story itself. If the discredited @nytimes has a source, reveal it. Just another HOAX!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 1, 2020 New York Times hefur hins vegar eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins að leyniþjónustan hafi ekki aðeins komist yfir rafræn gögn um millifærslur frá rússnesku herleyniþjónustunni GRU til talibana heldur hafi hún borið kennsl á nokkra Afgana sem hún telur tengjast aðgerðum Rússa. Einn þeirra er talinn hafa haft milligöngu um verðlaunaféð og telur leyniþjónustan að hann sé nú staddur í Rússlandi. Upplýsingarnar um millifærslurnar eru sagðar hafa stutt við vitnisburð sem bandaríski herinn í Afganistan aflaði í yfirheyrslum yfir talibönum sem hann handsamaði. Þær hafi jafnframt dregið úr ágreiningi innan leyniþjónustunnar um trúverðugleika vitnisburðarins. Þetta stangast á við fullyrðingar Hvíta hússins um að leyniþjónustumatið hafi verið talið standa á of veikum grunni til að tilefni væri til að upplýsa Trump um það. Hvíta húsið upplýst um njósnir af verðlaunafénu í fyrra Bandarískir fjölmiðlar hafa ennfremur haft eftir heimildarmönnum sínum að upplýsingar um verðlaunaféð hafi verið að finna í skriflegri skýrslu sem Trump fær daglega um leyniþjónustu- og þjóðaröryggismál þegar í lok febrúar. Trump les slíkar skýrslur sjaldan eða aldrei. Neitanir Hvíta hússins hafa ekki verið afdráttarlausar um hvort Trump hafi fengið skriflega skýrslu um rússneska verðlaunaféð. AP-fréttastofan greindi frá því í gær að Hvíta húsið hafi fengið upplýsingar um að Rússar kynnu að standa í aðgerðum til að hvetja talibana til að drepa bandalagshermenn í Afganistan þegar í byrjun síðasta árs. Washington Post staðfesti það hjá sínum heimildarmönnum í gær en segir að upplýsingarnar hafi þá verið taldar of óljósar til að hægt væri að byggja á þeim. Í framhaldinu hafi þjóðaröryggisráðið fundað nokkrum sinnum vegna ásakananna. Leyniþjónustunni og hernum var skipað að afla frekari upplýsinga um verðlaunaféð áður en gripið yrði til frekari aðgerða. Afganskir vígamenn hafa haldið því fram í yfirheyrslum að Rússar hafi byrjað að bjóða verðlaunaféð árið 2018. Leyniþjónustan telur að boðið um verðlaunaféð hafi leitt til dráps á þremur bandarískum landgönguliðum í apríl í fyrra. Farartæki sem þeir voru í var sprengt í loft upp fyrir utan Bagram, aðalflugherstöð Bandaríkjamanna í Afganistan. Bæði rússnesk stjórnvöld og talibanar hafa neitað því að verðlaunafé hafi verið í boði fyrir að fella hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22 Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. 30. júní 2020 11:22
Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47