Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 09:54 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Storytel. Þar segir jafnframt að seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. Í tilkynningunnni kemur jafnframt fram að Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem segir að hann og þau hjá Forlaginu séu afskaplega ánægð með þessar vendingar og hlakka til samstarfsins með Storytel „sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum. „Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn. Óhætt er að segja að þetta séu tíðindi á bókabransanum en Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga eftir virtustu höfunda landsins. Þarna er því kominn risi á hinn íslenska markað og þótti þó ýmsum fyrirferð Forlagsins á þessum örmarkaði ærin fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig þetta hefur áhrif á framlag ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu. Í tilkynningunni segir einnig að velta Forlagsins hafi verið var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Boðað hefur verið til sérstaks blaðamannafundar vegna þessara viðskipta klukkan eitt í dag, í húsakynnum Forlagsins að Fiskislóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Storytel. Þar segir jafnframt að seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. Í tilkynningunnni kemur jafnframt fram að Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem segir að hann og þau hjá Forlaginu séu afskaplega ánægð með þessar vendingar og hlakka til samstarfsins með Storytel „sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum. „Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn. Óhætt er að segja að þetta séu tíðindi á bókabransanum en Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga eftir virtustu höfunda landsins. Þarna er því kominn risi á hinn íslenska markað og þótti þó ýmsum fyrirferð Forlagsins á þessum örmarkaði ærin fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig þetta hefur áhrif á framlag ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu. Í tilkynningunni segir einnig að velta Forlagsins hafi verið var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Boðað hefur verið til sérstaks blaðamannafundar vegna þessara viðskipta klukkan eitt í dag, í húsakynnum Forlagsins að Fiskislóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49