Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 20:12 Remdesivir þykir gagnlegt í baráttunni gegn Covid-19. EPA/MOHAMED HOSSAM Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19. Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19.
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02
Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27