Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 20:12 Remdesivir þykir gagnlegt í baráttunni gegn Covid-19. EPA/MOHAMED HOSSAM Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19. Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, einu af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær en Guardian fjallar um málið á vef fjölmiðilsins í kvöld. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi keypt 100 prósent af áætlaðri framleiðslu Gilead á Remdesivir í júlí og 90 prósent af áætlaðri framleiðslu í ágúst og september. Alls er um að ræða rétt yfir 500 þúsund meðferðarskammta. Í tilkynningunni segir að þar með sé sjúkrahúsum í Bandaríkjunum gert kleift að nálgast lyfið. Remdesivir er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19 og er það talið flýta bata þeirra sem þjást af Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Gilead hefur þó náð samkomulagi við ýmis lyfjafyrirtæki um að þau megi framleiða lyfið til dreifingar í 127 ríkjum heimsins sem falli undir ákveðin tekjuviðmið eða aðgangur að heilbrigðisþjónustu er af skornum skammti. Í frétt Guardian er haft eftir Dr. Andrew Hill hjá Háskólanum í Liverpool að þar með sé nær ekkert eftir fyrir Evrópu en fyrstu 140 þúsund skammtarnir sem framleiddir voru voru sendir víðsvegar um heimin svo hægt væri að rannsaka virkni lyfsins, þeir skammtar eru nú uppurnir að því er fram kemur í frétt Guardian. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkin grátt en þar hafa um 2,5 milljón tilfelli verið staðfest og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19.
Bandaríkin Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02
Ebólulyf minnkaði líkur á andláti vegna Covid-19 Niðurstöður bráðabirgðarannsóknar sem birt var á vef New England Journal of Medicine sýna góð áhrif ebólulyfsins Remdesivirs á baráttu fólks við Covid-19 sýkinguna. 23. maí 2020 16:27