Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 16:37 Eygló Ósk Gústafsdóttir lætur staðar numið í sundinu. Vísir/EPA Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“ Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“
Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira