Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 11:22 Bandarískir hermenn í Afganistan. Leyniþjónustan virðist hafa haft grunsemdir um að Rússar hétu talibönum fé til að drepa þá að minnsta kosti frá því snemma árs í fyrra. AP/Rahmat Gul Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Fréttir af því að rússneska herleyniþjónustuna GRU hafi heitið talibörnum verðlaunafé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og Bretlands hafa valdið titringi í Washington-borg undanfarna daga. New York Times greindi fyrst frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði komist að þessi niðurstöðu og upplýst Trump og Hvíta húsið um það í mars. Ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við á nokkurn hátt enn sem komið er. Trump og fulltrúar hans hafa þvertekið fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um leyniþjónustumatið og reynt að kasta rýrð á áreiðanleika njósnanna. Nú segir New York Times aftur á móti að bandarískir embættismenn hafi greint frá því mati leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið og greitt talibönum verðlaunafé fyrir dráp á bandarískum hermönnum í daglegri upplýsingaskýrslu fyrir Trump seint í febrúar. Vel þekkt er að Trump forseti les helst ekki daglegar upplýsingaskýrslur um ríkisleyndarmál og greiningu á alþjóða- og þjóðaröryggismálum. Þess í stað kýs hann að láta aðstoðarmann lesa fyrir sig stutta samantekt á skýrslunum nokkrum sinnum í viku. Embættismenn hafa ítrekað lýst því að einkar erfitt sé að kynna Trump upplýsingar um þjóðaröryggismál. Þess í stað kýs Trump heldur að hlusta á álit íhaldssamra fjölmiðla og vina sinna. Trump hefur haldið því fram að hann hafi verið algerlega grunlaus um að upplýsingar væru um að Rússar byðu talibönum hvata til að drepa bandaríska hermenn. Hann hefur lýst þeim ásökunum sem mögulegu „gabbi“ fjölmiðla án frekari rökstuðnings.AP/Susan Walsh Sagðir hafa vitað um njósnir af verðlaunafé Rússa frá því í fyrra AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum í dag að Hvíta húsið hafi vitað af leynilegum upplýsingum sem bendluðu Rússa við verðlaunafé til höfuðs bandarískum hermönnum snemma árs í fyrra, heilu ári fyrr en áður hefur komið fram. Upplýsingar um þetta mat leyniþjónustunnar hafi verið að finna í daglegum upplýsingaskýrslum Trump í fyrra. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er sagður hafa upplýst Trump um það í mars í fyrra. Bolton vildi ekki tjá sig við AP um hvort hann hefði sagt Trump frá njósnunum. Í sjónvarpsviðtali á sunnudag sakaði hann forsetann þó um að gera sér upp fáfræði til þess að réttlæta að ríkisstjórnin hefði ekki gripið til neinna aðgerða til þess að svara framferði Rússa. „Hann getur þvegið hendur sínar af öllu ef enginn sagði honum nokkuð um það,“ sagði Bolton sem lýsir Trump sem óhæfum til að gegna embætti forseta í bók sem hann hefur skrifað. Vefengja áreiðanleika upplýsinganna Talsmenn Trump hafa til þessa ekki tekið af allan vafa um að upplýsingar um rússneska verðlaunaféð hafi verið forsetanum aðgengilegar í vor. Þannig segir New York Times að þegar þeir neiti því að Trump hafi verið upplýstur um leyniþjónustumatið sé ekki ljóst hvort að þeir eigi bæði við skriflegu skýrslurnar og munnlegu samantektirnar. „Hann var ekki persónulega upplýstur um málið. Það er það eina sem ég get deilt með ykkur í dag,“ sagði Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í gær. Þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafa krafist þess að þingheimur verði upplýstur um ásakanirnar sem bæði Rússar og talibana vísa á bug. Hvíta húsið bauð nokkrum stjórnhöllum fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana til fundar í gær. Þeim var tjáð að ríkisstjórnin væri enn að meta upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa en að þær „stönguðust á“ og að ekki væri einhugur um þær á meðal greinenda og leyniþjónustustofnana. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á mögulegri aðild Rússa að árásum í Afganistan er meðal annars sögð beinast að bílsprengjuárás nærri Bagram-herstöðina sem felldi þrjá bandaríska landgönguliða í apríl í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Tengdar fréttir Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Fréttir af því að rússneska herleyniþjónustuna GRU hafi heitið talibörnum verðlaunafé fyrir árásir á hermenn Bandaríkjanna og Bretlands hafa valdið titringi í Washington-borg undanfarna daga. New York Times greindi fyrst frá því að bandaríska leyniþjónustan hefði komist að þessi niðurstöðu og upplýst Trump og Hvíta húsið um það í mars. Ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við á nokkurn hátt enn sem komið er. Trump og fulltrúar hans hafa þvertekið fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um leyniþjónustumatið og reynt að kasta rýrð á áreiðanleika njósnanna. Nú segir New York Times aftur á móti að bandarískir embættismenn hafi greint frá því mati leyniþjónustunnar að Rússar hefðu boðið og greitt talibönum verðlaunafé fyrir dráp á bandarískum hermönnum í daglegri upplýsingaskýrslu fyrir Trump seint í febrúar. Vel þekkt er að Trump forseti les helst ekki daglegar upplýsingaskýrslur um ríkisleyndarmál og greiningu á alþjóða- og þjóðaröryggismálum. Þess í stað kýs hann að láta aðstoðarmann lesa fyrir sig stutta samantekt á skýrslunum nokkrum sinnum í viku. Embættismenn hafa ítrekað lýst því að einkar erfitt sé að kynna Trump upplýsingar um þjóðaröryggismál. Þess í stað kýs Trump heldur að hlusta á álit íhaldssamra fjölmiðla og vina sinna. Trump hefur haldið því fram að hann hafi verið algerlega grunlaus um að upplýsingar væru um að Rússar byðu talibönum hvata til að drepa bandaríska hermenn. Hann hefur lýst þeim ásökunum sem mögulegu „gabbi“ fjölmiðla án frekari rökstuðnings.AP/Susan Walsh Sagðir hafa vitað um njósnir af verðlaunafé Rússa frá því í fyrra AP-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum í dag að Hvíta húsið hafi vitað af leynilegum upplýsingum sem bendluðu Rússa við verðlaunafé til höfuðs bandarískum hermönnum snemma árs í fyrra, heilu ári fyrr en áður hefur komið fram. Upplýsingar um þetta mat leyniþjónustunnar hafi verið að finna í daglegum upplýsingaskýrslum Trump í fyrra. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er sagður hafa upplýst Trump um það í mars í fyrra. Bolton vildi ekki tjá sig við AP um hvort hann hefði sagt Trump frá njósnunum. Í sjónvarpsviðtali á sunnudag sakaði hann forsetann þó um að gera sér upp fáfræði til þess að réttlæta að ríkisstjórnin hefði ekki gripið til neinna aðgerða til þess að svara framferði Rússa. „Hann getur þvegið hendur sínar af öllu ef enginn sagði honum nokkuð um það,“ sagði Bolton sem lýsir Trump sem óhæfum til að gegna embætti forseta í bók sem hann hefur skrifað. Vefengja áreiðanleika upplýsinganna Talsmenn Trump hafa til þessa ekki tekið af allan vafa um að upplýsingar um rússneska verðlaunaféð hafi verið forsetanum aðgengilegar í vor. Þannig segir New York Times að þegar þeir neiti því að Trump hafi verið upplýstur um leyniþjónustumatið sé ekki ljóst hvort að þeir eigi bæði við skriflegu skýrslurnar og munnlegu samantektirnar. „Hann var ekki persónulega upplýstur um málið. Það er það eina sem ég get deilt með ykkur í dag,“ sagði Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í gær. Þingmenn bæði demókrata og repúblikana hafa krafist þess að þingheimur verði upplýstur um ásakanirnar sem bæði Rússar og talibana vísa á bug. Hvíta húsið bauð nokkrum stjórnhöllum fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana til fundar í gær. Þeim var tjáð að ríkisstjórnin væri enn að meta upplýsingarnar um verðlaunafé Rússa en að þær „stönguðust á“ og að ekki væri einhugur um þær á meðal greinenda og leyniþjónustustofnana. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á mögulegri aðild Rússa að árásum í Afganistan er meðal annars sögð beinast að bílsprengjuárás nærri Bagram-herstöðina sem felldi þrjá bandaríska landgönguliða í apríl í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Tengdar fréttir Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. 29. júní 2020 11:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent