Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 10:39 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfu mannsins. Taldi hann meiðsl hans ekki beina afleiðingu af notkun bifreiðar. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum. Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn tognaði á öxl við björgunaraðgerðirnar og hefur þjáðst af áfallastreituröskun. Slysið sem um ræðir átti sér stað í Ljósavatnsskarði 24. nóvember árið 2015. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða sem mikil mildi þótti að hafi ekki orðið neinum að bana. Maðurinn sem höfðaði málið gegn Vátryggingafélaginu var fyrstur á vettvang og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem síðan kviknaði í. Sjá einnig: Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Þegar maðurinn dró ökumanninn lengra frá bifreiðinni kippti sá slasaði í hönd hans og tognaði hann við það á öxl. Í kjölfarið sóttist bjargvætturinn eftir bótum úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar. Úrskurðarnefnd vátryggingamála hafnaði kröfu hans í júní árið 2017. Taldi nefndin að tjón mannsins yrði ekki rakið til notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni og því ætti hann ekki rétt á bótum. Maðurinn stefndi Vátryggingafélaginu í fyrra og krafðist bóta upp á rúmar fimm milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði félagið af kröfunni í gær. Taldi hann meiðsl mannsins „of fjarlæg og ósennileg afleiðing“ slyssins og notkunar bifreiðarinnar til þess að bótaskylda úr ábyrgðatryggingunni kæmi til greina. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði ekki verið sjálfur í slíkri hættu á vettvangi að rétt væri að rekja áfallastreituröskun hans til notkunar bifreiðar. Málskostnaður var felldur niður í málinu með vísan í venju í sambærilegum málum.
Umferðaröryggi Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira