Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 21:35 Helgi Valur var borinn af velli í kvöld. Vísir/Vilhelm Helgi Valur Daníelsson – elsti útispilandi leikmaður Pepsi Max deildarinnar – meiddist mjög illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. Hinn 39 ára gamli Helgi Valur fór í návígi við Bjarka Leósson í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn var á milli þeirra en strax var ljóst að Helgi var sárþjáður og þurft að bera miðjumanninn margreynda af velli. Ef meiðslin eru jafn slæm og við fyrstu sýn má reikna með að Helgi spili ekki meira á þessu tímabili. „Þetta er bara alveg skelfilegt og miðað við fréttirnar virðist hann vera brotinn og bara hræðilegt að missa hann. Þetta er bara tækling sem þeir fara í, svona gerist stundum, þetta var ekkert viljaverk eða neitt þannig. En bara hræðilegt. Hann verður væntanlega frá í langan tíma en vonandi kemur hann sterkur til baka,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. Helgi Valur snéri aftur í íslenska boltann fyrir síðasta sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna nokkrum árum áður. Tók hann slaginn með sínu gamla félagi Fylki og lék alls 20 deildarleiki síðasta sumar. Hann byrjaði þessa leiktíð einnig af krafti og því mikill missir fyrir Fylki og Pepsi Max deildina ef Helgi verður ekki meira með á þessari leiktíð. Hvort þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum verður ósagt látið en við vonum að Helgi snúi aftur eins fljótt og auðið er. Inn á fyrir Helga Val kom Ólafur Ingi Skúlason og hjálpaði hann Fylki að vinna sinn fyrsta sigur í sumar. Lokatölur 2-0 í Árbænum þökk sé mörkum og Fylkismenn komnir á blað í Pepsi Max deildinni. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson – elsti útispilandi leikmaður Pepsi Max deildarinnar – meiddist mjög illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. Hinn 39 ára gamli Helgi Valur fór í návígi við Bjarka Leósson í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn var á milli þeirra en strax var ljóst að Helgi var sárþjáður og þurft að bera miðjumanninn margreynda af velli. Ef meiðslin eru jafn slæm og við fyrstu sýn má reikna með að Helgi spili ekki meira á þessu tímabili. „Þetta er bara alveg skelfilegt og miðað við fréttirnar virðist hann vera brotinn og bara hræðilegt að missa hann. Þetta er bara tækling sem þeir fara í, svona gerist stundum, þetta var ekkert viljaverk eða neitt þannig. En bara hræðilegt. Hann verður væntanlega frá í langan tíma en vonandi kemur hann sterkur til baka,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. Helgi Valur snéri aftur í íslenska boltann fyrir síðasta sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna nokkrum árum áður. Tók hann slaginn með sínu gamla félagi Fylki og lék alls 20 deildarleiki síðasta sumar. Hann byrjaði þessa leiktíð einnig af krafti og því mikill missir fyrir Fylki og Pepsi Max deildina ef Helgi verður ekki meira með á þessari leiktíð. Hvort þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum verður ósagt látið en við vonum að Helgi snúi aftur eins fljótt og auðið er. Inn á fyrir Helga Val kom Ólafur Ingi Skúlason og hjálpaði hann Fylki að vinna sinn fyrsta sigur í sumar. Lokatölur 2-0 í Árbænum þökk sé mörkum og Fylkismenn komnir á blað í Pepsi Max deildinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira