Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:56 Andstæðingar þungunarrofs biðu niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrir utan dómshúsið í dag. Þeir urðu fyrir vonbrigðum. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni. Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni.
Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Sjá meira
Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent