„Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 23:57 Guðmundur Franklín Jónsson er sáttur. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“ Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25
Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23