„Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 23:57 Guðmundur Franklín Jónsson er sáttur. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“ Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25
Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23