Lárus Welding dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 17:27 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis. Vísir/Vilhelm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu.
Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent