Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 14:38 Anna Wintour ritstjóri Vogue og Martina Bonnier ritstjóri Vogue Scandinavia Getty/ Mikael Jansson Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast. Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland. „Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue. Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl. „Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast.
Tíska og hönnun Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira