Verslanir í Liverpool með tilboð fyrir Jürgena Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:01 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00
Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30
Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31
Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00
„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01