Ömmur eru langbestar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2020 08:00 Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. Ég man enn þá sjokkið þegar ég fékk þau tíðindi að amma mín væri látin. Í júní 1996. Þá hafði pabbi sótt mig út á flugvöll þar sem ég var á heimleið eftir ævintýraferð með vini mínum á Evrópumótið í fótbolta, hátt uppi eftir stórkostlega ferð. Í aðdraganda ferðarinnar fór amma mín á spítala. Hvað mig snerti var hún við hestaheilsu en eitthvað þurfti að skoða. Ekkert alvarlegt að mér skildist. Hún var 75 ára og aldrei neitt annað í stöðunni en að hún yrði hundrað ára, og alltaf til staðar. Það var svo ekki fyrr en við feðgarnir nálguðumst Straumsvík að ég hugsaði til ömmu minnar í fyrsta skipti í rúma viku. Hvernig hefur amma það? spurði ég kæruleysislega. Þá var ekið út í kant og mér færðar fregnirnar að hún væri fallin frá. Hættulítil aðgerð hafði því miður ekki staðið undir nafni. Á augnabliki var líf mitt gjörbreytt. Minningarnar af heimsóknum mínum til ömmu Vilborgar og afa Halldórs í Hamrahlíð eru yndislegar. Og mjög margar. Mér tekst ekki að rifja upp neitt nema jákvætt þaðan. Fiskibollurnar hennar ömmu, jólasmákökurnar hennar ömmu, knúsin hennar ömmu og hrósin hennar ömmu. Alltaf var maður velkominn, hvort sem var til að læra, borða eða gista. Alltaf var maður settur í fyrsta sæti. Amma hlustaði. Gagnrýni var ekki til. Aðrir sáu um það. Amma var bara góð. Mjög góð. Mamma verður amma Núna er mamma mín orðin amma og hefur verið það í tíu ár. Ég efast ekki augnablik um að hugur barnabarnanna fimm til ömmu sinnar sé eins og minn var til ömmu minnar. Eins og mamma sín heldur mamma mín, amma barnanna minna, fjölskyldunni saman. Er í algjöru lykilhlutverki. Hugsar um hag barnabarnanna á hverjum degi. Man alla afmælisdaga. Býður í kvöldverði. Hóar fjölskyldunni saman. Bjargar jólunum. Reddar börnunum. Gerir lífið svo miklu betra. Ég eins og flestir átti reyndar tvær ömmur. Tvær frábærar ömmur. Önnur bjó reyndar í Skotlandi og á ég ljúfar minningar af stundum með henni bæði í heimsóknum hennar hingað og svo okkar utan. Oft um jólin eða á sumrin. Sérstaklega minnisstæð er vikuheimsókn vorið 2002 í aðdraganda stúdentsprófanna í MR þegar ég skaust utan og dvaldi einn hjá henni, háaldraðri í fallega húsinu hennar í skoska þorpinu Stow. Hún var mikill tónlistarunnandi og ég var einmitt að ljúka 7. stigs prófinu á píanó og hafði nóg að spila fyrir hana. Ári síðar kvaddi hún. Ömmur mínar voru miklar vinkonur þegar þær hittust. Spjölluðu saman, brostu og kinkuðu kolli. Ömmur eru nefnilega sérfræðingar í góðum samskiptum. Jafnvel þótt þær tali ekki sama tungumálið. Þær virtust skilja hvor aðra mjög vel. Ömmur eru ekki dómharðar. Þær gefa öllum séns. Eru þolinmóðar. Taka fólki opnum örmum, eins og það er. Það er ekki að ástæðulausu að hver einasti Íslendingur af minni kynslóð hefur prófað ömmupítsur. Þvílík markaðssetning. Þær hreinlega geta ekki verið annað en góðar. Þú verður að prófa þær. Ömmusnúðarnir hljóta líka að bragðast vel. Ömmuskotið í körfubolta er líka klassík. Ekki það fallegasta en það býr mikið öryggi og yfirvegun í skotinu. Gleðilegan ömmudag! Þær ömmur sem ég hef kynnst hafa aldrei sett sjálfar sig í fyrsta sætið. Þær hafa alltaf sett fjölskylduna í forgang. „Afsakið“ minnir mig að amma hafi sagt í hvert skipti þegar hún bar dýrindismat á borð fyrir gesti sína. Eins og eitthvað hafi verið til að afsaka. Það þurfti að biðja hana um að setjast og slaka á, svo mikilvægt þótti henni að allt væri til alls fyrir gesti sína. Fólkið hennar. Systir hennar er alveg eins. Tóta frænka sem ég hugsa eiginlega um sem ömmu mína í dag. Ólík systur sinni að sumu leyti en lík að mörgu leyti. Höfðingi heim að sækja, mikill karakter og yndisleg kona. Með sterkar skoðanir og skemmtilegt að spjalla við. Frábær amma og nýlega langamma líka. Ég held að við setjum ekki ömmur á nógu háan stall í samfélaginu. Við ættum að halda hátíðlegan ömmudag á hverju ári. Ömmur eiga það skilið. Hvaða dagsetning? Í mínum huga er 26. júní augljósa dagsetningin en ég efast ekki um að við getum komist að samkomulagi. Höfundur er fréttastjóri Vísis og ömmubarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. Ég man enn þá sjokkið þegar ég fékk þau tíðindi að amma mín væri látin. Í júní 1996. Þá hafði pabbi sótt mig út á flugvöll þar sem ég var á heimleið eftir ævintýraferð með vini mínum á Evrópumótið í fótbolta, hátt uppi eftir stórkostlega ferð. Í aðdraganda ferðarinnar fór amma mín á spítala. Hvað mig snerti var hún við hestaheilsu en eitthvað þurfti að skoða. Ekkert alvarlegt að mér skildist. Hún var 75 ára og aldrei neitt annað í stöðunni en að hún yrði hundrað ára, og alltaf til staðar. Það var svo ekki fyrr en við feðgarnir nálguðumst Straumsvík að ég hugsaði til ömmu minnar í fyrsta skipti í rúma viku. Hvernig hefur amma það? spurði ég kæruleysislega. Þá var ekið út í kant og mér færðar fregnirnar að hún væri fallin frá. Hættulítil aðgerð hafði því miður ekki staðið undir nafni. Á augnabliki var líf mitt gjörbreytt. Minningarnar af heimsóknum mínum til ömmu Vilborgar og afa Halldórs í Hamrahlíð eru yndislegar. Og mjög margar. Mér tekst ekki að rifja upp neitt nema jákvætt þaðan. Fiskibollurnar hennar ömmu, jólasmákökurnar hennar ömmu, knúsin hennar ömmu og hrósin hennar ömmu. Alltaf var maður velkominn, hvort sem var til að læra, borða eða gista. Alltaf var maður settur í fyrsta sæti. Amma hlustaði. Gagnrýni var ekki til. Aðrir sáu um það. Amma var bara góð. Mjög góð. Mamma verður amma Núna er mamma mín orðin amma og hefur verið það í tíu ár. Ég efast ekki augnablik um að hugur barnabarnanna fimm til ömmu sinnar sé eins og minn var til ömmu minnar. Eins og mamma sín heldur mamma mín, amma barnanna minna, fjölskyldunni saman. Er í algjöru lykilhlutverki. Hugsar um hag barnabarnanna á hverjum degi. Man alla afmælisdaga. Býður í kvöldverði. Hóar fjölskyldunni saman. Bjargar jólunum. Reddar börnunum. Gerir lífið svo miklu betra. Ég eins og flestir átti reyndar tvær ömmur. Tvær frábærar ömmur. Önnur bjó reyndar í Skotlandi og á ég ljúfar minningar af stundum með henni bæði í heimsóknum hennar hingað og svo okkar utan. Oft um jólin eða á sumrin. Sérstaklega minnisstæð er vikuheimsókn vorið 2002 í aðdraganda stúdentsprófanna í MR þegar ég skaust utan og dvaldi einn hjá henni, háaldraðri í fallega húsinu hennar í skoska þorpinu Stow. Hún var mikill tónlistarunnandi og ég var einmitt að ljúka 7. stigs prófinu á píanó og hafði nóg að spila fyrir hana. Ári síðar kvaddi hún. Ömmur mínar voru miklar vinkonur þegar þær hittust. Spjölluðu saman, brostu og kinkuðu kolli. Ömmur eru nefnilega sérfræðingar í góðum samskiptum. Jafnvel þótt þær tali ekki sama tungumálið. Þær virtust skilja hvor aðra mjög vel. Ömmur eru ekki dómharðar. Þær gefa öllum séns. Eru þolinmóðar. Taka fólki opnum örmum, eins og það er. Það er ekki að ástæðulausu að hver einasti Íslendingur af minni kynslóð hefur prófað ömmupítsur. Þvílík markaðssetning. Þær hreinlega geta ekki verið annað en góðar. Þú verður að prófa þær. Ömmusnúðarnir hljóta líka að bragðast vel. Ömmuskotið í körfubolta er líka klassík. Ekki það fallegasta en það býr mikið öryggi og yfirvegun í skotinu. Gleðilegan ömmudag! Þær ömmur sem ég hef kynnst hafa aldrei sett sjálfar sig í fyrsta sætið. Þær hafa alltaf sett fjölskylduna í forgang. „Afsakið“ minnir mig að amma hafi sagt í hvert skipti þegar hún bar dýrindismat á borð fyrir gesti sína. Eins og eitthvað hafi verið til að afsaka. Það þurfti að biðja hana um að setjast og slaka á, svo mikilvægt þótti henni að allt væri til alls fyrir gesti sína. Fólkið hennar. Systir hennar er alveg eins. Tóta frænka sem ég hugsa eiginlega um sem ömmu mína í dag. Ólík systur sinni að sumu leyti en lík að mörgu leyti. Höfðingi heim að sækja, mikill karakter og yndisleg kona. Með sterkar skoðanir og skemmtilegt að spjalla við. Frábær amma og nýlega langamma líka. Ég held að við setjum ekki ömmur á nógu háan stall í samfélaginu. Við ættum að halda hátíðlegan ömmudag á hverju ári. Ömmur eiga það skilið. Hvaða dagsetning? Í mínum huga er 26. júní augljósa dagsetningin en ég efast ekki um að við getum komist að samkomulagi. Höfundur er fréttastjóri Vísis og ömmubarn.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun