Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 12:00 Gunnar Þór Gunnarsson mun ekki leika meiri fótbolta á þessu ári. Hann verður 35 ára á árinu og ferlinum gæti verið lokið. VÍSIR/BÁRA KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00