Real jafnaði Barcelona að stigum á toppi deildarinnar | Leikmaður Mallorca sá yngsti frá upphafi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Öruggur sigur hjá Real í kvöld þýðir að þeir eru með 68 stig, líkt og Börsungar.
Öruggur sigur hjá Real í kvöld þýðir að þeir eru með 68 stig, líkt og Börsungar. vísir/getty

Öruggur 2-0 sigur Real Madrid þýðir að liðið er komið upp að hlið Barcelona á toppi deildarinnar.

Leikurinn var ekki sá tilþrifamesti en Vinícius Júnior kom heimamönnum í Real yfir þegar rétt tæplega tuttugu mín´tuur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari tvöfaldaði Sergio Ramos forystu Real strax á 56. mínútu. Hafði Ramos að sjálfsögðu nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik.

Eftir síðara mark Real gerðu gestirnir þrefalda skiptingu til að reyna snúa leiknum sér í hag en allt kom fyrir ekki og Madríd því komið upp að hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Einn þeirra var þó að skrá sig í sögubækurnar en Luka Romero er yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Spáni.

Bæði lið eru með 68 stig þegar sjö umferðir eru eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira