Real jafnaði Barcelona að stigum á toppi deildarinnar | Leikmaður Mallorca sá yngsti frá upphafi Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 21:50 Öruggur sigur hjá Real í kvöld þýðir að þeir eru með 68 stig, líkt og Börsungar. vísir/getty Öruggur 2-0 sigur Real Madrid þýðir að liðið er komið upp að hlið Barcelona á toppi deildarinnar. Leikurinn var ekki sá tilþrifamesti en Vinícius Júnior kom heimamönnum í Real yfir þegar rétt tæplega tuttugu mín´tuur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari tvöfaldaði Sergio Ramos forystu Real strax á 56. mínútu. Hafði Ramos að sjálfsögðu nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Eftir síðara mark Real gerðu gestirnir þrefalda skiptingu til að reyna snúa leiknum sér í hag en allt kom fyrir ekki og Madríd því komið upp að hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Einn þeirra var þó að skrá sig í sögubækurnar en Luka Romero er yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Spáni. Luka Romero enters the game for @RCD_Mallorca. At 15 years old, he becomes the youngest player to play in La Liga. Romero was born in Mexico to Argentinian parents and has lived in Spain since he was three. He holds all three passports and eligible to represent all three.— Luis Miguel Echegaray (@lmechegaray) June 24, 2020 Bæði lið eru með 68 stig þegar sjö umferðir eru eftir. Spænski boltinn
Öruggur 2-0 sigur Real Madrid þýðir að liðið er komið upp að hlið Barcelona á toppi deildarinnar. Leikurinn var ekki sá tilþrifamesti en Vinícius Júnior kom heimamönnum í Real yfir þegar rétt tæplega tuttugu mín´tuur voru liðnar af leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari tvöfaldaði Sergio Ramos forystu Real strax á 56. mínútu. Hafði Ramos að sjálfsögðu nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Eftir síðara mark Real gerðu gestirnir þrefalda skiptingu til að reyna snúa leiknum sér í hag en allt kom fyrir ekki og Madríd því komið upp að hlið Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Einn þeirra var þó að skrá sig í sögubækurnar en Luka Romero er yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Spáni. Luka Romero enters the game for @RCD_Mallorca. At 15 years old, he becomes the youngest player to play in La Liga. Romero was born in Mexico to Argentinian parents and has lived in Spain since he was three. He holds all three passports and eligible to represent all three.— Luis Miguel Echegaray (@lmechegaray) June 24, 2020 Bæði lið eru með 68 stig þegar sjö umferðir eru eftir.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti