Ekkert saknæmt við andlát Steve Bing Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 10:44 Steve Bing árið 2006. Getty Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Dánardómstjóri í Los Angeles hefur staðfest að kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing hafi svipt sig lífi. Hinn 55 ára Bing, sem einnig var þekktur fyrir að hafa verið fyrrverandi kærasti og barnsfaðir leikkonunnar og fyrirsætunnar Elizabeth Hurley, fannst látinn fyrir framan háhýsi í Los Angeles á mánudaginn. Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light. Hurley hefur minnst Bing á samfélagsmiðlum þar sem hún segir tíma þeirra saman hafa verið góðan og að hann hafi verið „yndislegur og góður maður“. Þau hafi á síðasta ári orðið náin á ný og að þau hafi síðast rætt saman á átján ára afmælisdegi sonar þeirra. I m saddened beyond belief that Steve is no longer with us. Our time together was very happy & although there were some tough times, the memories of a sweet, kind man are what matter. We became close again in the last year & last spoke on our son s 18th. This is devastating news. pic.twitter.com/aivYc5lL3x— Elizabeth Hurley (@ElizabethHurley) June 23, 2020 Bing auðgaðist mikið þegar hann var átján ára gamall og fékk 600 milljónir dala í arf frá afa sínum, fasteignamógúlnum Leo Bing. Steve Bing mar mikill stuðningsmaður og vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og gaf á sínum tíma um 10 milljónir dala í kosningasjóði hans. Þá fjármagnaði hann ferð Clinton til Norður-Kóreu árið 2009 þar sem forsetinn fyrrverandi samdi um lausn tveggja bandarískra fréttamanna úr haldi norður-kóreskra yfirvalda. Bing lætur eftir sig tvö börn, átján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira