Bara óvarið kynlíf í desember! Gró Einarsdóttir skrifar 24. júní 2020 08:00 Þegar mér varð ljóst að ég ætti von á mínu fyrsta barni í janúar fyllti það mig gleði af mörgum ástæðum. Meðal annars var ég ánægð með hvað við foreldrarnir höfðum „skipulagt“ þessa tímasetningu vel. Mér varð nefnilega hugsað til bókarinnar „Outliers“ eftir Malcolm Gladwell (þaðan sem hugmyndin um að það taki 10.000 klukkutíma að verða góður í einhverju kemur). Í bókinni rennir Malcolm stoðum undir þá kenningu að það geti auðveldað fólki að ná langt í lífinu að vera fæddir í byrjun ársins í stað síðari hluta þess. Börn sem eru fædd snemma á árinu fá forskot á bekkjarfélaga sína, sem eru fæddir seint á árinu, þegar grunnskólar taka bara inn börn á haustin. Þetta forskot auðveldar ekki aðeins börnunum sem eru fædd snemma að taka til sín námsefnið, heldur styrkir það sjálfsmynd þeirra sem verður svo að spádómi sem uppfyllir sig sjálfan. Það sem við Malcolm vissum ekki var að íslenska dagvistunarkerfið lætur foreldra sem eignast börn fyrri hluta árs borga fyrir þetta forskot dýru verði. Bara tekið inn á haustin Það er nefnilega ekki nóg með að grunnskólar taki inn börn á haustin, og að leikskólar taki inn börn á haustin, heldur gera dagforeldrar það líka. Samt fæðast börn allt árið um kring. Fjöldi fæðingarorlofsmánaða miðar ekki heldur við að dagvistun byrji á haustin. Sé nógu mikill munur á 6 ½ árs barni og 5 ½ árs barni til þess að það hafi áhrif á þau alla æfi að þau byrja í grunnskóla að hausti til, hversu mikil áhrif hljótast af því að byrja ½ árs hjá dagforeldri borið saman við 1 ½ árs? Áður en ég þurfti að horfast í augu við þetta fáránlega kerfi hafði ég ímyndað mér að ákvörðunin um hvenær barnið mitt byrjaði hjá dagforeldri snérist „bara“ um það að finna málamiðlun á milli þess sem væri best fyrir það, best fyrir vinnu okkar foreldranna, og best fyrir fjárhag fjölskyldunnar. Ég hafði lesið mér til um rannsóknir sem benda til þess að það sé ekki endilega gott fyrir börn að byrja of snemma í dagvistun. Á sama tíma er fæðingarorlofið bara 10 mánuðir. Sé vilji til að lengja þann tíma getur maður smurt orlofinu út á fleiri mánuði, en slík þynnig hefur þó áhrif á fjárhaginn. Við þetta bætast svo jafnréttismálin. Ef ég myndi velja að lengja minn hluta fæðingarorlofsins hefur það ekki endilega góð áhrif á starfsferilinn, mína launaþróun og jafnréttið á heimilinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta væru nógu mörg atriði til að reyna að taka tillit til. Ég hélt að við sem fjölskylda gætum ákveðið að fyrir okkur væri besta málamiðlunin á þessum sjónarmiðum að barnið okkar væri heima í eitt ár. En það var eitt sjónarmið sem vantaði: Nefnilega að það er fyrst og fremst tekið inn í dagvistun á haustin. Valkostir með annmarka Þetta sjónarmið snéri öllum mínum plönum á hvolf. Að því er ég best veit stend ég nú frammi fyrir þremur valkostum, sem allir hafa sína annmarka: Að láta kúga af mér fé. Að láta barnið mitt byrja fyrr hjá dagmömmu Að taka sénsinn og eiga á hættu að fá ekkert pláss Fyrsti valmöguleikinn snýst sem sagt um að taka það pláss, sem gefst að hausti, og borga fyrir það án þess að nýta sér það. Mér finnst það vera einhverskonar fjárkúgun að borga fullt verð fyrir ekki neitt. En mögulega er hægt að líta á þetta sem að ég borgi fyrir þann munað að fá að standa í röð. Eða að ég sé að borga fyrir þann lúxus að geta fengið pláss þegar ég þarf á því að halda. Þú segir pulsa, ég segi pylsa. Fyrir þá sem vilja ekki láta kúga sig, annaðhvort vegna þess að þeir eiga ekki í kringum hálfa milljón til þess að henda út um gluggann eða vegna þess að þeir vilja ekki láta bjóða sér þetta rugl, þá er hægt að byrja að nýta sér plássið um leið og maður byrjar að borga fyrir það. Nú er ég það heppin að ég get allavega velt fyrir mér möguleikanum að kasta peningum í sjóinn, en það fyllir mig reiði að hugsa til þess að sumir verða að stytta fæðingarorlofið sitt vegna þess að þeir hafa hreinlega ekki efni á því að borga fyrir dagvistun á sama tíma og þeir eru í fæðingarorlofi. Þriðji möguleikinn er svo að taka sénsinn. Þó að flest pláss losni um haustið er alltaf einhver möguleiki á því að það losni pláss, þegar barn flytur á milli hverfa eða fjölskylda flytur til útlanda. En mér varð ljóst eftir að hafa hringt og skráð mig á lista hjá öllum dagforeldrum í hverfunum í kringum mig, að ég þyrfti að hafa heppnina með mér í liði ef ég ætti að eiga einhvern möguleika á því að fá pláss í byrjun árs. Þrjár lausnir í boði Eftir að hafa íhugað þessa valmöguleika vandlega hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir ömurlegir. Kostur eitt er ósanngjarn því hann er fyrst og fremst í boði fyrir foreldra með góðar tekjur. Kostur tvö er ekki endilega góður fyrir barnið mitt. Og kostur þrjú er áhættusamur, bæði hvað varðar mína vinnu og fjárhag ef ekkert pláss losnar. Svona asnalegu og ósanngjörnu kerfi verður að reyna að breyta. Eins og ég sé það eru í raun bara þrjár lausnir í boði: Bjóða upp á fleiri pláss Taka inn börn í grunnskóla tvisvar sinnum á ári Óvarið kynlíf bara leyft í desember Þegar aðeins er boðið upp á nákvæmlega jafn mörg pláss eða færri pláss en þörf er á, þá komast ný börn bara inn í kerfið þegar eldri börn útskrifast úr því. Þar sem enginn slaki er í kerfinu þá stjórnast tímasetningin á því hvenær ungabarnið mitt byrjar í dagvistun af því hvenær nær fimm árum eldra barn byrjar í skóla. Eina leiðin til að komast hjá þessum fáránleika er að bjóða upp á fleiri pláss. Líklegast þyrfti hvert dagforeldri að vera með allavega eitt autt pláss til þess að geta tekið inn börn allt árið um kring. En það er mjög skiljanlegt að dagforeldrar, sem eru ekki endilega þekktir fyrir að vera tekjuhæsta stéttin, vilji ekki taka á sig það fjárhagslega tap sem hlýst af því að vera ekki með eins mörg börn í vistun og hægt er á hverjum tíma. Hvorki dagforeldrar né foreldrar hafa hag af því að borga fyrir auð pláss. Mér þætti eðlilegra að við sem samfélag reyndum að leiðrétta fyrir því að grunnskólar byrja að hausti en börn fæðast allt árið um kring. Ef við sem samfélag teljum að það sé of dýrt að niðurgreiða það, að dagforeldrar bjóði upp á auka pláss, þá er annar möguleiki að láta grunnskólana byrja bæði að hausti og að vori. Ef grunnskólar tækju inn tvisvar á ári, þá gætu leikskólar byrjað að gera það einnig, sem þýðir að dagforeldrar gætu það líka. Þetta myndi líka þurrka út hið ósanngjarna forskot sem grunnskólabörn fædd snemma á árinu hafa umfram þau sem eru fædd seinna á árinu. En á meðan hvorki fyrsta né önnur lausn stendur til boða er það seinasta og asnalegasta lausnin sem blasir við. Það er eina leiðin til þess að komast undan fáránleika dagvistunarkerfisins. Öllum þeim sem láta sig dreyma um að gerast foreldri vil ég því gefa þetta ráð: Stundið bara óvarið kynlíf í desember. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar mér varð ljóst að ég ætti von á mínu fyrsta barni í janúar fyllti það mig gleði af mörgum ástæðum. Meðal annars var ég ánægð með hvað við foreldrarnir höfðum „skipulagt“ þessa tímasetningu vel. Mér varð nefnilega hugsað til bókarinnar „Outliers“ eftir Malcolm Gladwell (þaðan sem hugmyndin um að það taki 10.000 klukkutíma að verða góður í einhverju kemur). Í bókinni rennir Malcolm stoðum undir þá kenningu að það geti auðveldað fólki að ná langt í lífinu að vera fæddir í byrjun ársins í stað síðari hluta þess. Börn sem eru fædd snemma á árinu fá forskot á bekkjarfélaga sína, sem eru fæddir seint á árinu, þegar grunnskólar taka bara inn börn á haustin. Þetta forskot auðveldar ekki aðeins börnunum sem eru fædd snemma að taka til sín námsefnið, heldur styrkir það sjálfsmynd þeirra sem verður svo að spádómi sem uppfyllir sig sjálfan. Það sem við Malcolm vissum ekki var að íslenska dagvistunarkerfið lætur foreldra sem eignast börn fyrri hluta árs borga fyrir þetta forskot dýru verði. Bara tekið inn á haustin Það er nefnilega ekki nóg með að grunnskólar taki inn börn á haustin, og að leikskólar taki inn börn á haustin, heldur gera dagforeldrar það líka. Samt fæðast börn allt árið um kring. Fjöldi fæðingarorlofsmánaða miðar ekki heldur við að dagvistun byrji á haustin. Sé nógu mikill munur á 6 ½ árs barni og 5 ½ árs barni til þess að það hafi áhrif á þau alla æfi að þau byrja í grunnskóla að hausti til, hversu mikil áhrif hljótast af því að byrja ½ árs hjá dagforeldri borið saman við 1 ½ árs? Áður en ég þurfti að horfast í augu við þetta fáránlega kerfi hafði ég ímyndað mér að ákvörðunin um hvenær barnið mitt byrjaði hjá dagforeldri snérist „bara“ um það að finna málamiðlun á milli þess sem væri best fyrir það, best fyrir vinnu okkar foreldranna, og best fyrir fjárhag fjölskyldunnar. Ég hafði lesið mér til um rannsóknir sem benda til þess að það sé ekki endilega gott fyrir börn að byrja of snemma í dagvistun. Á sama tíma er fæðingarorlofið bara 10 mánuðir. Sé vilji til að lengja þann tíma getur maður smurt orlofinu út á fleiri mánuði, en slík þynnig hefur þó áhrif á fjárhaginn. Við þetta bætast svo jafnréttismálin. Ef ég myndi velja að lengja minn hluta fæðingarorlofsins hefur það ekki endilega góð áhrif á starfsferilinn, mína launaþróun og jafnréttið á heimilinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta væru nógu mörg atriði til að reyna að taka tillit til. Ég hélt að við sem fjölskylda gætum ákveðið að fyrir okkur væri besta málamiðlunin á þessum sjónarmiðum að barnið okkar væri heima í eitt ár. En það var eitt sjónarmið sem vantaði: Nefnilega að það er fyrst og fremst tekið inn í dagvistun á haustin. Valkostir með annmarka Þetta sjónarmið snéri öllum mínum plönum á hvolf. Að því er ég best veit stend ég nú frammi fyrir þremur valkostum, sem allir hafa sína annmarka: Að láta kúga af mér fé. Að láta barnið mitt byrja fyrr hjá dagmömmu Að taka sénsinn og eiga á hættu að fá ekkert pláss Fyrsti valmöguleikinn snýst sem sagt um að taka það pláss, sem gefst að hausti, og borga fyrir það án þess að nýta sér það. Mér finnst það vera einhverskonar fjárkúgun að borga fullt verð fyrir ekki neitt. En mögulega er hægt að líta á þetta sem að ég borgi fyrir þann munað að fá að standa í röð. Eða að ég sé að borga fyrir þann lúxus að geta fengið pláss þegar ég þarf á því að halda. Þú segir pulsa, ég segi pylsa. Fyrir þá sem vilja ekki láta kúga sig, annaðhvort vegna þess að þeir eiga ekki í kringum hálfa milljón til þess að henda út um gluggann eða vegna þess að þeir vilja ekki láta bjóða sér þetta rugl, þá er hægt að byrja að nýta sér plássið um leið og maður byrjar að borga fyrir það. Nú er ég það heppin að ég get allavega velt fyrir mér möguleikanum að kasta peningum í sjóinn, en það fyllir mig reiði að hugsa til þess að sumir verða að stytta fæðingarorlofið sitt vegna þess að þeir hafa hreinlega ekki efni á því að borga fyrir dagvistun á sama tíma og þeir eru í fæðingarorlofi. Þriðji möguleikinn er svo að taka sénsinn. Þó að flest pláss losni um haustið er alltaf einhver möguleiki á því að það losni pláss, þegar barn flytur á milli hverfa eða fjölskylda flytur til útlanda. En mér varð ljóst eftir að hafa hringt og skráð mig á lista hjá öllum dagforeldrum í hverfunum í kringum mig, að ég þyrfti að hafa heppnina með mér í liði ef ég ætti að eiga einhvern möguleika á því að fá pláss í byrjun árs. Þrjár lausnir í boði Eftir að hafa íhugað þessa valmöguleika vandlega hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir ömurlegir. Kostur eitt er ósanngjarn því hann er fyrst og fremst í boði fyrir foreldra með góðar tekjur. Kostur tvö er ekki endilega góður fyrir barnið mitt. Og kostur þrjú er áhættusamur, bæði hvað varðar mína vinnu og fjárhag ef ekkert pláss losnar. Svona asnalegu og ósanngjörnu kerfi verður að reyna að breyta. Eins og ég sé það eru í raun bara þrjár lausnir í boði: Bjóða upp á fleiri pláss Taka inn börn í grunnskóla tvisvar sinnum á ári Óvarið kynlíf bara leyft í desember Þegar aðeins er boðið upp á nákvæmlega jafn mörg pláss eða færri pláss en þörf er á, þá komast ný börn bara inn í kerfið þegar eldri börn útskrifast úr því. Þar sem enginn slaki er í kerfinu þá stjórnast tímasetningin á því hvenær ungabarnið mitt byrjar í dagvistun af því hvenær nær fimm árum eldra barn byrjar í skóla. Eina leiðin til að komast hjá þessum fáránleika er að bjóða upp á fleiri pláss. Líklegast þyrfti hvert dagforeldri að vera með allavega eitt autt pláss til þess að geta tekið inn börn allt árið um kring. En það er mjög skiljanlegt að dagforeldrar, sem eru ekki endilega þekktir fyrir að vera tekjuhæsta stéttin, vilji ekki taka á sig það fjárhagslega tap sem hlýst af því að vera ekki með eins mörg börn í vistun og hægt er á hverjum tíma. Hvorki dagforeldrar né foreldrar hafa hag af því að borga fyrir auð pláss. Mér þætti eðlilegra að við sem samfélag reyndum að leiðrétta fyrir því að grunnskólar byrja að hausti en börn fæðast allt árið um kring. Ef við sem samfélag teljum að það sé of dýrt að niðurgreiða það, að dagforeldrar bjóði upp á auka pláss, þá er annar möguleiki að láta grunnskólana byrja bæði að hausti og að vori. Ef grunnskólar tækju inn tvisvar á ári, þá gætu leikskólar byrjað að gera það einnig, sem þýðir að dagforeldrar gætu það líka. Þetta myndi líka þurrka út hið ósanngjarna forskot sem grunnskólabörn fædd snemma á árinu hafa umfram þau sem eru fædd seinna á árinu. En á meðan hvorki fyrsta né önnur lausn stendur til boða er það seinasta og asnalegasta lausnin sem blasir við. Það er eina leiðin til þess að komast undan fáránleika dagvistunarkerfisins. Öllum þeim sem láta sig dreyma um að gerast foreldri vil ég því gefa þetta ráð: Stundið bara óvarið kynlíf í desember. Höfundur er foreldri.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun