Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2020 20:36 Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust formlega í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00