Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 15:27 Fjórtán af fimmtán nýjum aðgerðum má sjá hér á glærunni. Undir handlegg Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra vantar fimmtánda markmiðið; Kortlagning á ástandi lands. Vísir/Vilhelm Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira