4,2 milljóna sekt fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2020 14:48 Ákæran var í þrettán liðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. Í dómsorðum segir að verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skuli konunni gert að sæti fangelsi í 90 daga. Konan er sömuleiðis svipt ökurétti í fimm ár, auk þess að gert er upptækt nokkurt magn fíkniefna. Þá er konan dæmd til greiðslu málsvarnarþóknunar til skipaðs verjenda og greiðslu tæpra 2,2 milljóna króna í annan sakarkostnað. Brotin, sem tíunduð eru þrettán ákæruliðum, voru framin á tímabilinu febrúar 2018 til september 2019. Í fyrsta ákærulið segir frá því að konan hafi ekið bíl undir áhrifum slævandi lyfja og lögregla stöðvað aksturinn við verslun við Suðurhóla í Reykjavík. Þar hafi hún haft í vörslum sínum 4,32 grömm af amfetamíni, hnúajárn og rafstuðbyssu sem lögregla fann við leit. Í hinum ákæruliðunum segir frá öðrum tilfellum þar sem hún hafi ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði skýlaust brot sín. Samkvæmt sakavottorði þá gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 1. ágúst 2017, fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var ákærða dæmd til greiðslu sektar með dómi í maí 2018, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var þá um að ræða hegningarauka við sáttina frá 1. ágúst 2017. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. Í dómsorðum segir að verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skuli konunni gert að sæti fangelsi í 90 daga. Konan er sömuleiðis svipt ökurétti í fimm ár, auk þess að gert er upptækt nokkurt magn fíkniefna. Þá er konan dæmd til greiðslu málsvarnarþóknunar til skipaðs verjenda og greiðslu tæpra 2,2 milljóna króna í annan sakarkostnað. Brotin, sem tíunduð eru þrettán ákæruliðum, voru framin á tímabilinu febrúar 2018 til september 2019. Í fyrsta ákærulið segir frá því að konan hafi ekið bíl undir áhrifum slævandi lyfja og lögregla stöðvað aksturinn við verslun við Suðurhóla í Reykjavík. Þar hafi hún haft í vörslum sínum 4,32 grömm af amfetamíni, hnúajárn og rafstuðbyssu sem lögregla fann við leit. Í hinum ákæruliðunum segir frá öðrum tilfellum þar sem hún hafi ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði skýlaust brot sín. Samkvæmt sakavottorði þá gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 1. ágúst 2017, fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var ákærða dæmd til greiðslu sektar með dómi í maí 2018, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var þá um að ræða hegningarauka við sáttina frá 1. ágúst 2017.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira