Langri og erfiðri bið Framara lýkur 2022 - Taka á móti ÍR í bikarnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2020 14:00 Framarar slógu út Álftanes í 1. umferð bikarsins og fylgdu því eftir með sigri á Haukum. VÍSIR/HAG Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði. Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði.
Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30