Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2020 12:37 Guðmundur Franklín segir að varla finnist dæmi um styggðaryrði úr ranni sinna stuðningsmanna um Guðna Th. Jóhannesson. visir/vilhelm/Getty „Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir. Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir.
Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34