Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2020 12:37 Guðmundur Franklín segir að varla finnist dæmi um styggðaryrði úr ranni sinna stuðningsmanna um Guðna Th. Jóhannesson. visir/vilhelm/Getty „Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir. Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég kannast ekkert við þetta. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um?“ segir Guðmundur Frankín Jónsson forsetaframbjóðandi. Vísi hefur borist ábendingar frá fólki sem telur sig greina það nú í aðdraganda forsetakosninganna að fram hafi komið þó nokkrir torkennilegir reikningar á samfélagsmiðlum, nýstofnaðir og órætt hver standi að baki þeim. Það sé órekjanlegt. Og þeir reikningar eigi það sammerkt að þar sé tæpt á ýmsum spillingarmálum sem eiga að tengjast Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands en svo á móti vakin athygli á ágæti Guðmundar Franklín. Þetta eru sagðir gervireikningar og til þess fallnir að skapa upplýsingaóreiðu. Guðmundur Franklín kemur af fjöllum. Hann segist ekki hafa tíma til að standa í neinum slíkum æfingum. Hann hafi lagt alla sína krafta í að ferðast um landið og hitta mann og annan. Hann gefur ekkert fyrir það að stuðningsmönnum sínum sé heitt í hamsi, þvert á móti. Guðmundur Franklín Jónsson er hvergi nærri af baki dottinn þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Hann segir að 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og sjálfur hafi hann enn ekki hitt mann sem ætlar að kjósa Guðna.visir/vilhelm „Ég er ekki að svara neinu á samfélagsmiðlum, geri kannski eitt lítið læk eða hjarta. Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir,“ segir Guðmundur Franklín og viðrar þá kenningu hvort þetta sé að undirlagi þeirra; til að koma á sig einhvers konar hringsparki? Guðmundur Franklín segir spennandi kosningar í vændum Nú eru fimm dagar í kosningarnar og ekki hægt annað en inna frambjóðandann, sem er hvergi nærri af baki dottinn, hvernig þetta leggist í hann. Þó kannanir hafi verið honum mótdrægar. Guðmundur Franklín segir að þetta verði spennandi kosningar, 60 prósent þjóðarinnar hafi ekki gefið upp afstöðu sína og á hringferð sinni um landið hafi hann ekki hitt einn mann sem ætli að kjósa Guðna. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekki margt komið sér á óvart í kosningabaráttunni fyrir utan það að honum þykir furðu mikil heift í herbúðum stuðningsmanna forsetans. „Menn eru svo reiðir. Hvað ég sé að vilja uppá dekk? Það hefur komið mér á óvart,“ segir Guðmundur Franklín sem telur þetta hafa verið heldur persónulegt á köflum. Í svona baráttu komi í ljós hverjir eru vinir og kunningjar. „En ég er ekki langrækinn maður. Þegar ég er búinn að vinna þetta mun ég bjóða opinn faðminn.“ Engar rannsóknir vegna forsetakosninganna En aftur að hinum meintu fake-news reikningum á samfélagsmiðlum. Vísir setti sig í samband við Fjölmiðlanefnd og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra nefndarinnar. Elva Ýr segir að engin skoðun eða rannsókn fari fram á upplýsingaóreiðu í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir enga sérstaka skoðun á slíkri upplýsingaóreiðu núna í aðdraganda forsetakosninganna. Hins vegar starfi vinnuhópur undir þjóðaröryggisráði sem sé að skoða slíkt í tengslum við kórónuveiruna. „Bara Covid-19. Engin slík vinna í gangi fyrir þessar forsetakosningar,“ segir Elva Ýr. Hún segir að þetta sem lýst sé rími við það sem þekkist erlendis í tengslum við kosningar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu; að stofnaðir séu slíkir gervireikningar. En ekki hafi verið kannað sérstaklega hvort slíkir reikningar hafi verið settir upp hér á landi með kerfisbundnum hætti. Elva Ýr segir jafnframt að engar ábendingar hafi borist um slíkt til nefndarinnar, aðeins fyrirspurnir frá fjölmiðlum. Hún segir erfitt að meta það, spurð um hvaða tilfinningu hún hafi fyrir slíkum æfingum, hvernig landið liggi þegar engar rannsóknir liggi fyrir.
Forsetakosningar 2020 Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34