Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:59 Farþegar í flugvél Icelandair með grímur fyrir vitum. Vísir/Einar Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05
Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51
Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11
Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28