Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira