Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2020 08:28 Forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þjóðina í skugga hryðjuverkaárásar. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi. Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi.
Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33
Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44
Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent