Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2020 23:26 Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira