Barcelona gaf Real möguleika á efsta sætinu 19. júní 2020 22:00 Luis Suárez og félagar náðu ekki að skora gegn Sevilla í kvöld. VÍSIR/GETTY Sevilla og Barcelona, tvö af þremur efstu liðum spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, gerðu markalaust jafntefli í kvöld. Þar með vænkast hagur Real Madrid. Leikurinn var frekar bragðdaufur og á endanum ekkert mark skorað. Heimamenn í Sevilla höfðu í fullu tré við meistarana og eru nú með 52 stig í 3. sæti en Barcelona er með 65 stig. Real Madrid á nú leik til góða en liðið er með 62 stig og þremur mörkum verri markatölu en Barcelona. Madridingar sækja Real Sociedad heim á sunnudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn
Sevilla og Barcelona, tvö af þremur efstu liðum spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, gerðu markalaust jafntefli í kvöld. Þar með vænkast hagur Real Madrid. Leikurinn var frekar bragðdaufur og á endanum ekkert mark skorað. Heimamenn í Sevilla höfðu í fullu tré við meistarana og eru nú með 52 stig í 3. sæti en Barcelona er með 65 stig. Real Madrid á nú leik til góða en liðið er með 62 stig og þremur mörkum verri markatölu en Barcelona. Madridingar sækja Real Sociedad heim á sunnudagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti