Bjarni telur fráleitt að biðja „einhvern prófessor úti í Svíþjóð“ afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 12:27 Þórhildi Sunnu blöskraði svör Bjarna Benediktssonar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu nú í morgun. En Bjarni taldi það af og frá að honum bæri að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar. Hann spurði á móti hver ætlaði að biðja okkur Íslendinga afsökunar? visir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“ Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“
Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01
Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26