Hefðu líklega ekki getað selt íslenska laxinn vegna hræðslu Kínverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 07:24 Pekingbúar sem farið höfðu á Xinfadi-markaðinn dagana áður bíða eftir að komast í sýnatöku í byrjun vikunnar. Vísir/getty Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54