Einbeittu sér að árásum og hunsuðu varnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 19:50 Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. AP/Alex Wong Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi. Hefðu upplýsingar úr einum stærsta leka sögunnar hjá CIA ekki verið birtar af Wikileaks árið 2017 væri mögulegt að starfsmenn stofnunarinnar vissu enn ekki af því að gögnunum hefði verið lekið. Gögnin sem um ræðir sneru að tólum sem starfsmenn CIA notuðu til tölvuárása og mun þeim hafa verið stolið og lekið af verktaka sem starfaði fyrir stofnunina. Ári eftir að þessum tólum var stolið, voru þau birt á vef Wikileaks, í mars 2017, undir nafninu „Vault 7“. Gögnin sýna hvernig CIA notaði forrit og tölvuárásatól til þess að brjótast inn í tölvuhugbúnað á borð við Windows, Android, iOS g Linux. Tól þessi voru þróuð af sérstöku teymi hakkara sem störfuðu fyrir leyniþjónustuna. Þannig gátu starfsmenn CIA fengið aðgang að snjalltækjum fólks, tölvum og jafnvel sjónvörpum. Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. Hætta þurfti leynilegum aðgerðum og komust andstæðingar Bandaríkjanna á snoðir um aðferðir þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Skýrslan sem um ræðir var birt innan CIA í október 2017 en öldungadeildarþingmaðurinn Ron Wyden kom henni nýverið í hendur blaðamanna. Wyden hefur lengi krafist þess að Bandaríkin girði sig í brók varðandi varnir gegn tölvuárásum. Lélegt eftirlit með netkerfi hakkara CIA Verktakinn sem sakaður er um að hafa stolið og lekið gögnunum heitir Joshua Schulte. Lögmenn Schulte hafa notað skýrsluna honum til varnar í réttarhöldum gegn honum. Hann segist saklaus og verjendur hans segja skýrsluna sýna fram á að hundruð manna hafi haft aðgang að gögnunum. Réttahöldin gegn Schulte standa í raun enn yfir, eftir að kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu fyrr á árinu og saksóknarar hafa lýst því yfir að þeir muni reyna aftur. Í skýrslunni segir að forsvarsmenn CIA hafi dregið fæturna í nauðsynlegum endurbótum og sérstaklega með tilliti til þess að um þremur árum áður hafi Edward Snowden, sem starfaði sem verktaki hjá leyniþjónustunni NSA, stolið og lekið umfangsmiklu magni af upplýsingum og gögnum frá stofnuninni. Hver sem er hafi getað nálgast hvaða gögn sem er og lítið sem ekkert hafi verið um varnir. Schulte er sagður hafa stolið allt frá 180 gígabætum til 34 terabætum af gögnum. Rannsakendur CIA gátu ekki skilgreint það betur vegna þess hvernig netkerfið sem hakkarar CIA notuðust við. Eftirlitið með tölvukerfi var það slæmt. Í skýrslunni segir til að mynda að ef Wikileaks hefði ekki birt gögnin, hefðu starfsmenn CIA mögulega aldrei komist að því að þeim hafi verið stolið. Bandaríkin WikiLeaks Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi. Hefðu upplýsingar úr einum stærsta leka sögunnar hjá CIA ekki verið birtar af Wikileaks árið 2017 væri mögulegt að starfsmenn stofnunarinnar vissu enn ekki af því að gögnunum hefði verið lekið. Gögnin sem um ræðir sneru að tólum sem starfsmenn CIA notuðu til tölvuárása og mun þeim hafa verið stolið og lekið af verktaka sem starfaði fyrir stofnunina. Ári eftir að þessum tólum var stolið, voru þau birt á vef Wikileaks, í mars 2017, undir nafninu „Vault 7“. Gögnin sýna hvernig CIA notaði forrit og tölvuárásatól til þess að brjótast inn í tölvuhugbúnað á borð við Windows, Android, iOS g Linux. Tól þessi voru þróuð af sérstöku teymi hakkara sem störfuðu fyrir leyniþjónustuna. Þannig gátu starfsmenn CIA fengið aðgang að snjalltækjum fólks, tölvum og jafnvel sjónvörpum. Bandarískir embættismenn segja þetta vera stærsta leka leynilegra upplýsinga og gagna frá CIA í sögu leyniþjónustunnar. Hætta þurfti leynilegum aðgerðum og komust andstæðingar Bandaríkjanna á snoðir um aðferðir þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Skýrslan sem um ræðir var birt innan CIA í október 2017 en öldungadeildarþingmaðurinn Ron Wyden kom henni nýverið í hendur blaðamanna. Wyden hefur lengi krafist þess að Bandaríkin girði sig í brók varðandi varnir gegn tölvuárásum. Lélegt eftirlit með netkerfi hakkara CIA Verktakinn sem sakaður er um að hafa stolið og lekið gögnunum heitir Joshua Schulte. Lögmenn Schulte hafa notað skýrsluna honum til varnar í réttarhöldum gegn honum. Hann segist saklaus og verjendur hans segja skýrsluna sýna fram á að hundruð manna hafi haft aðgang að gögnunum. Réttahöldin gegn Schulte standa í raun enn yfir, eftir að kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu fyrr á árinu og saksóknarar hafa lýst því yfir að þeir muni reyna aftur. Í skýrslunni segir að forsvarsmenn CIA hafi dregið fæturna í nauðsynlegum endurbótum og sérstaklega með tilliti til þess að um þremur árum áður hafi Edward Snowden, sem starfaði sem verktaki hjá leyniþjónustunni NSA, stolið og lekið umfangsmiklu magni af upplýsingum og gögnum frá stofnuninni. Hver sem er hafi getað nálgast hvaða gögn sem er og lítið sem ekkert hafi verið um varnir. Schulte er sagður hafa stolið allt frá 180 gígabætum til 34 terabætum af gögnum. Rannsakendur CIA gátu ekki skilgreint það betur vegna þess hvernig netkerfið sem hakkarar CIA notuðust við. Eftirlitið með tölvukerfi var það slæmt. Í skýrslunni segir til að mynda að ef Wikileaks hefði ekki birt gögnin, hefðu starfsmenn CIA mögulega aldrei komist að því að þeim hafi verið stolið.
Bandaríkin WikiLeaks Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira