Ísland lenti í riðli með Portúgal, Litháen og Ísrael þegar dregið var í undankeppni EM 2020 í dag. Strákarnir okkur ættu því að vera nokkuð sáttir með sinn riðil og þeir þekkja tvö þeirra ágætlega.
Íslenska landsliðið vann Portúgal í milliriðli á EM í janúar síðastliðnum og sló Litháen út úr umspili fyrir HM 2019.
Íslenska liðið var í fyrsta styrkleikaflokki í drættinum og slapp því við það að lenda í riðli með sterkustu Evrópuþjóðunum.
Undankeppni á að hefjast með tveimur leikjum hjá hverju liði í nóvember á þessu ári en heldur síðan áfram næsta vor og lýkur í maíbyrjun 2021. Úrslitakeppnin fer síðan frá 13. til 30. janúar 2022.
Efstu tvö liðin komast í lokakeppnina ásamt þeim fjórum liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sætinu.
Alfreð Gíslason þjálfar þýska landsliðið og lenti í riðli með Austurríki, Bosníu og Eistlandi.
Erlingur Richardsson þjálfar hollenska landsliðið sem lenti í erfiðum riðli með Slóveníu, Póllandi og Tyrklandi.
Riðlarnir í undankeppni EM 2022
Riðill eitt
- 1 Frakkland
- 2 Serbía
- 3 Belgía
- 4 Grikkland
- 1 Þýskaland
- 2 Austurríki
- 3 Bosnía
- 4 Eistland
Riðill þrjú
- 1 Tékkland
- 2 Rússland
- 3 Úkraína
- 4 Færeyjar
Riðill fjögur
- 1 Ísland
- 2 Portúgal
- 3 Litháen
- 4 Ísrael
Riðill fimm
- 1 Slóvenía
- 2 Holland
- 3 Pólland
- 4 Tyrkland
Riðill sex
- 1 Noregur
- 2 Hvíta-Rússland
- 3 Lettland
- 4 Ítalía
Riðill sjö
- 1 Danmörk
- 2 Norður-Makedónía
- 3 Sviss
- 4 Finnland
Riðill átta
- 1 Svíþjóð
- 2 Svartfjallaland
- 3 Rúmenía
- 4 Kósóvó