Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 13:27 Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun. Vísir/Jói K Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu. Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu.
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira