Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 15. júní 2020 20:01 Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent