Atli Viðar um sóknarleik Vals: Patrick Pedersen alltof djúpur á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 16:20 Fjórir KR-ingar í kringum Patrick Pedersen í leiknum á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. Vísir/Daníel Þór Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í Pepsi Max deild karla í sumar, var ekki ánægður með staðsetningarnar á Patrick Pedersen á vellinum í 1-0 tapi Vals á móti KR. Valsmenn náðu aðeins einu skoti á markið allan leikinn og fimm af tíu skotum liðsins voru fyrir utan vítateig. Það vantaði mun meiri bit í sóknarleikinn. Atla Viðari fannst Patrick Pedersen spila alltaf aftarlega á vellinum og að Valsliðið saknaði þessa mikla markaskorara í sjálfum vítateignum. Atli Viðar var með Kjartani Atla Kjartanssyni í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport þar sem þeir fóru yfir hápunkta úr fyrstu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Í umræðunni um leik Vals og KR var farið yfir sóknarleik Valsliðsins. „Ég er ekki hrifinn af því hvað hann kemur rosalega djúpt. Ég veit að hann er rosalega mikilvægur í uppspilinu þeirra en við sjáum svo oft svona móment. Hann býr til fyrirgjafarstöðu en svo þegar fyrirgjöfin kemur þá er hann hvergi sjáanlegur. Mér finnst hann koma of djúpt,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Patrick er náttúrulega frábær í fótbolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og sýndi myndbrot með því þegar hann gerir mjög vel í uppspilinu en er svo ekki kominn inn í teiginn þegar fyrirgjöfin kemur. „Ég er sammála því að Patrick er frábær í fótbolta og hann vildi eflaust alltaf vera inn í teig og gera ekkert meira. Þetta er bara að gerast svo rosalega oft að hann leggur upp á fyrirgjafamanninn og svo fer hann bara að horfa,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun þeirra um Patrick Pedersen og sóknarleik Valsliðsins. Klippa: Patrick Pedersen í leik Vals og KR Pepsi Max-deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í Pepsi Max deild karla í sumar, var ekki ánægður með staðsetningarnar á Patrick Pedersen á vellinum í 1-0 tapi Vals á móti KR. Valsmenn náðu aðeins einu skoti á markið allan leikinn og fimm af tíu skotum liðsins voru fyrir utan vítateig. Það vantaði mun meiri bit í sóknarleikinn. Atla Viðari fannst Patrick Pedersen spila alltaf aftarlega á vellinum og að Valsliðið saknaði þessa mikla markaskorara í sjálfum vítateignum. Atli Viðar var með Kjartani Atla Kjartanssyni í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport þar sem þeir fóru yfir hápunkta úr fyrstu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Í umræðunni um leik Vals og KR var farið yfir sóknarleik Valsliðsins. „Ég er ekki hrifinn af því hvað hann kemur rosalega djúpt. Ég veit að hann er rosalega mikilvægur í uppspilinu þeirra en við sjáum svo oft svona móment. Hann býr til fyrirgjafarstöðu en svo þegar fyrirgjöfin kemur þá er hann hvergi sjáanlegur. Mér finnst hann koma of djúpt,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Patrick er náttúrulega frábær í fótbolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og sýndi myndbrot með því þegar hann gerir mjög vel í uppspilinu en er svo ekki kominn inn í teiginn þegar fyrirgjöfin kemur. „Ég er sammála því að Patrick er frábær í fótbolta og hann vildi eflaust alltaf vera inn í teig og gera ekkert meira. Þetta er bara að gerast svo rosalega oft að hann leggur upp á fyrirgjafamanninn og svo fer hann bara að horfa,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun þeirra um Patrick Pedersen og sóknarleik Valsliðsins. Klippa: Patrick Pedersen í leik Vals og KR
Pepsi Max-deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira