Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 12:20 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira