Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 08:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39