Reiði vegna viðtals um landamæraefirlitsbíl: „Ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka tvö þjóðerni“ Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tryggvi Páll Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020 Lögreglan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020
Lögreglan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira