Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2020 19:31 Díana Katrín Þorsteinsdóttir hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan. Kynþáttafordómar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan.
Kynþáttafordómar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira