Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 14:14 Bæjarstarfsmaður þrífur styttu af Piet Hein í Rotterdam eftir að mótmælendur skrifuðu „morðingi“ og „þjófur“ á hana. AP/Peter Dejong Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate. Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu. Togstreita þessi snýr að styttum af hershöfðingjum Suðurríkjanna og annarra manna sem þykja umdeildir og hafa deilurnar teygt anga sína um heim allan þar sem mikil umræða á sér stað. Mótmælendur hafa rifið niður þó nokkrar styttur af leiðtogum Suðurríkjanna og hefur verið farið fram á að fleiri verði fjarlægðar af opinberum vettvangi hið snarasta. Á miðvikudaginn ákvað bæjarstjórn Portsmouth í Virginíu að fresta ákvörðun um að fjarlægja minnisvarða um Suðurríkin . Mótmælendur gripu þá til sinna ráða og rifu fjórar styttur niður sjálfir. Einn slasaðist alvarlega þegar hluti úr styttu féll á hann. Á meðan einhverjir fögnuðu mótmælendunum voru aðrir sem skömmuðustu út í þá og segja stytturnar hluta af sögu Bandaríkjanna. Einn viðmælandi Washington Post, sem hefur til að mynda skrifað bækur um að borgarastyrjöldin hafi ekki verið háð vegna þrælkunar, sem er rangt, sagði stytturnar hafa verið settar upp af ekkjum fallinna hermanna. Langflestar styttur af leiðtogum og hermönnum Suðurríkjanna voru settar upp áratugum eftir að stríðinu lauk. Þegar Suðurríkin voru mörg hver að setja ströng lög um aðskilnað kynþátta og á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina þegar ýmsir sagnfræðingar og aðrir reyndu að endurskrifa söguna varðandi borgarastríðið og sögðu það hafa verið háð til að verja ákvörðunarrétt einstakra ríkja. Eins og segir í umfjöllun Washington Post, þá var þessum styttum ætlað að senda skilaboð til þeldökkra íbúa Suðurríkjanna. Alþjóðahreyfing Þó þessar deilur séu ekki nýjar af nálinni í Bandaríkjunum er útlit fyrir að þær hafi dreifst víða um heim. Umræður um minnisvarða um umdeilda menn hafa kviknað aftur í ríkum eins og Bretlandi, Mexíkó, Kongó, Nýja-Sjálandi og mun víðar. Umræðan snýr að mestu að gömlum nýlenduherrum Evrópu. Síðastliðinn sunnudag var stytta af þrælasalanum Edward Colston rifin niður og hefnt í höfn borgarinnar Bristol í Bretlandi. Hún var tekin upp úr höfninni í nótt og stendur til að koma henni fyrir á safni. Svipað er upp á teningnum víða um heim. Í Belgíu hafa skemmdir til að mynda verið unnar á styttum á Leopold II, konungi Belgíu. Sá kom verulega illa fram við íbúa Kongó á öldum áður og þvingaði fjölda þeirra til að vinna, meðal annars í námum, um árabil. Sérfræðingar segja mögulegt að þrælahald Belga í Kongó hafi leitt allt að tíu milljónir manna til dauða. Í bænum Hamilton í Nýja-Sjálandi hafa mótmælendur krafist þess að stytta af breska flotaforingjanum John Hamilton, sem bærinn er nefndur í höfuðið á, yrði fjarlægð. Hamilton þessi leiddi breska hermenn gegn innfæddum þar í landi og er sagður hafa framið hin ýmsu ódæði gegn þeim. Leiðtogi innfæddra hótaði því í gær að ef styttan yrði ekki tekin niður, myndi hann rífa hana sjálfur. Reuters fréttaveitan hefur eftir borgarstjóra Hamilton að ljóst væri að sífellt fleiri væru andvígir því að hafa styttuna upp. „Á tíma þegar við erum að byggja upp umburðarlyndi og skilning meðal mismunandi menningarhópa í samfélaginu, held ég að þessi stytta muni ekki hjálpa til við að brúa bilið,“ sagði Paula Southgate.
Dauði George Floyd Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11. júní 2020 09:03
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45