Tókenismi Derek T. Allen skrifar 12. júní 2020 09:00 Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Innflytjendamál Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun