Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við tvo erlenda leikmenn fyrir næstu leiktíð. Um er að ræða þær Ivana Raickovic og Lara Zidek sem báðar koma frá Förde í Noregi.
Raickovic er 19 ára gömul, línumaður frá Svartfjallalandi sem verið hefur viðloðandi U21-landslið Svartfellinga. Zidek er 23 ára gömul skytta frá Króatíu.
Selfoss leikur í næstefstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið afar nærri því að vinna sér aftur sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.