Spenntur fyrir sumrinu eftir „skelfilegt“ ferðalag heim Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2020 07:00 Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Óli Stefán Flóventsson takast í hendur eftir að Guðmundur var kynntur sem nýjasti lærisveinn Óla Stefáns. mynd/ka Það gekk ekki þrautalaust hjá Guðmundi Steini Hafsteinssyni að komast með fjölskyldu sinni heim frá Þýskalandi til að spila fótbolta í sumar. Hann byrjaði þó að æfa með sínu nýja liði KA í vikunni, eftir að hafa rætt við tæpan helming liðanna í Pepsi Max-deildinni. Sóknarmaðurinn stæðilegi var kynntur sem nýr leikmaður KA á þriðjudag , nýlosnaður úr tveggja vikna sóttkví. Hann lék með Stjörnunni síðustu tvö ár og varð bikarmeistari 2018, en fór með fjölskyldu sinni til Þýskalands í vetur og hélt sér við með því að spila með D-deildarliði Koblenz. „Það gekk skelfilega illa að koma sér heim,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi. „Ég var alltaf að bíða eftir því að það opnaðist á eitthvað flug en svo gerðist það ekki svo við enduðum á að taka Norrænu. Við komum heim 26. maí svo að ég losnaði bara úr sóttkví núna á þriðjudaginn. Þetta var svakalegt ferðalag. Þriggja daga sigling og maður var ælandi í bátnum, og svo átti maður eftir að keyra heim frá Seyðisfirði og mátti ekki stoppa neins staðar á leiðinni því maður var í sóttkví. Þetta var heljarinnar bras, með tvo krakka með sér. Ég hef alveg vitað það þægilegra en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur hress, en hann á 10 mánaða gamla stelpu og þriggja ára strák. Á sama stað og aðrir voru fyrir nokkrum vikum „Pælingin okkar var bara að vera í fæðingarorlofi í Þýskalandi, komast í aðeins betra veður og svona, svo að ég fann mér bara lið til að spila með samhliða því til að vera í einhverju standi. Það var mjög fínt, en eins og hér heima þá lokaðist allt fljótlega eftir að við mættum. Eftir það var maður bara í göngutúrum úti eins og maður gat,“ sagði Guðmundur, sem hefur því verið enn minna í fótbolta undanfarið en liðsfélagar hans. „Ég held að ég sé á sama stað og allir voru hér fyrir 3-4 vikum þegar þeir máttu byrja að æfa aftur. Ég er í mjög góðu formi, en sama hvað þú æfir mikið sjálfur þá ertu aldrei í nógu góðu standi til að spila fótbolta fyrr en að þú hefur æft fótbolta. Ég er að vinna mig upp í því,“ segir Guðmundur. Guðmundur Steinn Hafsteinsson lék með Stjörnunni síðustu tvö ár. Hann er uppalinn Valsari en hefur komið víða við.vísir/bára Ræddi við fjölda liða Guðmundur er að vísu ekki kominn með leikheimild en er bjartsýnn á að geta verið með KA gegn ÍA á sunnudaginn. Fleiri félög höfðu áhuga á honum: „Það voru 4-5 lið í deildinni sem að ég heyrði í, en það var misalvarlegt. KA-menn höfðu mikinn áhuga og þetta þróaðist í þessa átt. Eftir að hafa lagst yfir þetta og skoðað þá leist mér vel á hópinn, þjálfarann og allt í kringum þetta, og ákvað að slá til. Þetta er svo sem bara eitt sumar til að byrja með, en það er spennandi að prófa þetta.“ Spennandi að taka við innköstum Qvist Elfar Árni Aðalsteinsson skilur eftir sig stórt skarð í fremstu víglínu hjá KA, eftir að hafa skorað 13 mörk í fyrra, en hann sleit krossband í hné í vetur. Guðmundi er vísast ætlað nokkuð stórt hlutverk: „Já, ég vona það, en auðvitað þarf maður að standa sig til að eiga rétt á einhverjum mínútum. Þetta er ekkert djóklið og maður labbar ekkert inn í það sisona. Það er auðvitað virkilega vel gert hjá Ella að skora 13 mörk í fyrra og það er ekkert sjálfgefið að maður nái að fylla þau fótspor, en maður reynir sitt besta.“ Guðmundur er hávaxinn og hættulegur í loftinu, og hlakkar til að reyna að nýta einstök innköst Mikkel Qvist sem sýnt hefur að hann kann að grýta boltanum fast inn í vítateiginn: Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 „Hann er ekki búinn að æfa þetta á æfingum hingað til en ég sá svo sem vídjó af þessu áður en ég kom. Það verður bara spennandi að geta staðið á endanum á því. Það er fullt af hæfileikum í þessu liði og spennandi að geta verið framherji sem er með menn í kringum sig sem geta gert einhverja hluti.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Guðmundur Steinn í KA Guðmundur Steinn Hafsteinsson tekur slaginn með KA í Pepsi Max-deild karla í sumar. 9. júní 2020 15:31 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Það gekk ekki þrautalaust hjá Guðmundi Steini Hafsteinssyni að komast með fjölskyldu sinni heim frá Þýskalandi til að spila fótbolta í sumar. Hann byrjaði þó að æfa með sínu nýja liði KA í vikunni, eftir að hafa rætt við tæpan helming liðanna í Pepsi Max-deildinni. Sóknarmaðurinn stæðilegi var kynntur sem nýr leikmaður KA á þriðjudag , nýlosnaður úr tveggja vikna sóttkví. Hann lék með Stjörnunni síðustu tvö ár og varð bikarmeistari 2018, en fór með fjölskyldu sinni til Þýskalands í vetur og hélt sér við með því að spila með D-deildarliði Koblenz. „Það gekk skelfilega illa að koma sér heim,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi. „Ég var alltaf að bíða eftir því að það opnaðist á eitthvað flug en svo gerðist það ekki svo við enduðum á að taka Norrænu. Við komum heim 26. maí svo að ég losnaði bara úr sóttkví núna á þriðjudaginn. Þetta var svakalegt ferðalag. Þriggja daga sigling og maður var ælandi í bátnum, og svo átti maður eftir að keyra heim frá Seyðisfirði og mátti ekki stoppa neins staðar á leiðinni því maður var í sóttkví. Þetta var heljarinnar bras, með tvo krakka með sér. Ég hef alveg vitað það þægilegra en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur hress, en hann á 10 mánaða gamla stelpu og þriggja ára strák. Á sama stað og aðrir voru fyrir nokkrum vikum „Pælingin okkar var bara að vera í fæðingarorlofi í Þýskalandi, komast í aðeins betra veður og svona, svo að ég fann mér bara lið til að spila með samhliða því til að vera í einhverju standi. Það var mjög fínt, en eins og hér heima þá lokaðist allt fljótlega eftir að við mættum. Eftir það var maður bara í göngutúrum úti eins og maður gat,“ sagði Guðmundur, sem hefur því verið enn minna í fótbolta undanfarið en liðsfélagar hans. „Ég held að ég sé á sama stað og allir voru hér fyrir 3-4 vikum þegar þeir máttu byrja að æfa aftur. Ég er í mjög góðu formi, en sama hvað þú æfir mikið sjálfur þá ertu aldrei í nógu góðu standi til að spila fótbolta fyrr en að þú hefur æft fótbolta. Ég er að vinna mig upp í því,“ segir Guðmundur. Guðmundur Steinn Hafsteinsson lék með Stjörnunni síðustu tvö ár. Hann er uppalinn Valsari en hefur komið víða við.vísir/bára Ræddi við fjölda liða Guðmundur er að vísu ekki kominn með leikheimild en er bjartsýnn á að geta verið með KA gegn ÍA á sunnudaginn. Fleiri félög höfðu áhuga á honum: „Það voru 4-5 lið í deildinni sem að ég heyrði í, en það var misalvarlegt. KA-menn höfðu mikinn áhuga og þetta þróaðist í þessa átt. Eftir að hafa lagst yfir þetta og skoðað þá leist mér vel á hópinn, þjálfarann og allt í kringum þetta, og ákvað að slá til. Þetta er svo sem bara eitt sumar til að byrja með, en það er spennandi að prófa þetta.“ Spennandi að taka við innköstum Qvist Elfar Árni Aðalsteinsson skilur eftir sig stórt skarð í fremstu víglínu hjá KA, eftir að hafa skorað 13 mörk í fyrra, en hann sleit krossband í hné í vetur. Guðmundi er vísast ætlað nokkuð stórt hlutverk: „Já, ég vona það, en auðvitað þarf maður að standa sig til að eiga rétt á einhverjum mínútum. Þetta er ekkert djóklið og maður labbar ekkert inn í það sisona. Það er auðvitað virkilega vel gert hjá Ella að skora 13 mörk í fyrra og það er ekkert sjálfgefið að maður nái að fylla þau fótspor, en maður reynir sitt besta.“ Guðmundur er hávaxinn og hættulegur í loftinu, og hlakkar til að reyna að nýta einstök innköst Mikkel Qvist sem sýnt hefur að hann kann að grýta boltanum fast inn í vítateiginn: Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 „Hann er ekki búinn að æfa þetta á æfingum hingað til en ég sá svo sem vídjó af þessu áður en ég kom. Það verður bara spennandi að geta staðið á endanum á því. Það er fullt af hæfileikum í þessu liði og spennandi að geta verið framherji sem er með menn í kringum sig sem geta gert einhverja hluti.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Guðmundur Steinn í KA Guðmundur Steinn Hafsteinsson tekur slaginn með KA í Pepsi Max-deild karla í sumar. 9. júní 2020 15:31 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Guðmundur Steinn í KA Guðmundur Steinn Hafsteinsson tekur slaginn með KA í Pepsi Max-deild karla í sumar. 9. júní 2020 15:31