Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 12:25 Ásmundur Einar var einn þeirra sem kynnti úrræðið á fundi í dag. Aðsend Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira