Rasismi meðal samkynhneigðra manna Derek T. Allen skrifar 11. júní 2020 12:00 Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun