Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2020 10:36 Bjarni segist bera á því fulla ábyrgð að varað var við Þorvaldi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Hann segir að Þorvaldur hefði verið afar óheppilegur ritstjóri Nordic Economic Policy Review. Bjarni Benediktsson segist bera fulla ábyrgð á bréfaskrifum starfsmanns ráðuneytisins í Þorvaldarmáli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann fer yfir mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors og það að ráðuneytið hafi ekki viljað mæla með honum í stöðu ritstjóra norræns fræðirits - Nordic Economic Policy Review. Hann segist bera fulla ábyrgð á málinu þó ekki séu öll samskipti ráðuneytisins við utanaðkomandi aðila borin undir sig. En Vísir greindi frá því í gær að afstaða ráðuneytisins, þar sem lagst er gegn því að Þorvaldur fái starfið, hafi birst í bréfaskrifum Ólafs Heiðars Helgasonar sérfræðings á skrifstofu efnahagsmála. „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Bjarni fer reyndar fremur háðuglegum orðum um málatilbúnaðinn allan. „Það er sennilega til vitnis um það að allt er að komast í sitt fyrra horf, þegar atvinnumál hagfræðings og fyrrverandi stjórnmálaforingja verða að stórfrétt. Ætli maður eigi ekki bara að vera þakklátur fyrir það.“ Bjarni telur Þorvald slæman kost sem ritstjóri Bjarni bendir á að Nordic Economic Policy Review sér rit um efnahagsmál, ekki óháð fræðirit heldur sé því ætlað að styðja við stefnumótun norrænu ríkjanna í efnahagsmálum. Hann segir umfjöllunina og fréttaflutning af málinu hlaðinn rangfærslum: „Nú eru sagðar fréttir af því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki fengið að vera ritstjóri þessa blaðs. Ástæðan sé sú að starfsmaður íslenska fjármálaráðuneytisins hafi vakið athygli á þátttöku hans í pólitísku starfi og ráðuneytið hafi komið í veg fyrir að hann fengi vinnuna. Þetta eru megindrættirnir í fréttaflutningnum, sem hefur verið hlaðinn rangfærslum og starfsmaðurinn nafngreindur og settur í forgrunn á mjög ósmekklegan hátt vegna ákvörðunar sem var ekki á nokkurn hátt hans. Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Segir að ráðning Þorvaldar hafi ekki verið frágengin Bjarni leggur á það áherslu að ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, krafist er samsinnis allra fyrir ráðningu. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 1. nóvember síðastliðinn þegar Þorvaldi á að hafa verið boðin vinnan, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tímann verið nefnt við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“ Pistil Bjarna má finna hér neðar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson segist bera fulla ábyrgð á bréfaskrifum starfsmanns ráðuneytisins í Þorvaldarmáli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann fer yfir mál Þorvaldar Gylfasonar prófessors og það að ráðuneytið hafi ekki viljað mæla með honum í stöðu ritstjóra norræns fræðirits - Nordic Economic Policy Review. Hann segist bera fulla ábyrgð á málinu þó ekki séu öll samskipti ráðuneytisins við utanaðkomandi aðila borin undir sig. En Vísir greindi frá því í gær að afstaða ráðuneytisins, þar sem lagst er gegn því að Þorvaldur fái starfið, hafi birst í bréfaskrifum Ólafs Heiðars Helgasonar sérfræðings á skrifstofu efnahagsmála. „Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Bjarni fer reyndar fremur háðuglegum orðum um málatilbúnaðinn allan. „Það er sennilega til vitnis um það að allt er að komast í sitt fyrra horf, þegar atvinnumál hagfræðings og fyrrverandi stjórnmálaforingja verða að stórfrétt. Ætli maður eigi ekki bara að vera þakklátur fyrir það.“ Bjarni telur Þorvald slæman kost sem ritstjóri Bjarni bendir á að Nordic Economic Policy Review sér rit um efnahagsmál, ekki óháð fræðirit heldur sé því ætlað að styðja við stefnumótun norrænu ríkjanna í efnahagsmálum. Hann segir umfjöllunina og fréttaflutning af málinu hlaðinn rangfærslum: „Nú eru sagðar fréttir af því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki fengið að vera ritstjóri þessa blaðs. Ástæðan sé sú að starfsmaður íslenska fjármálaráðuneytisins hafi vakið athygli á þátttöku hans í pólitísku starfi og ráðuneytið hafi komið í veg fyrir að hann fengi vinnuna. Þetta eru megindrættirnir í fréttaflutningnum, sem hefur verið hlaðinn rangfærslum og starfsmaðurinn nafngreindur og settur í forgrunn á mjög ósmekklegan hátt vegna ákvörðunar sem var ekki á nokkurn hátt hans. Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig.“ Segir að ráðning Þorvaldar hafi ekki verið frágengin Bjarni leggur á það áherslu að ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, krafist er samsinnis allra fyrir ráðningu. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 1. nóvember síðastliðinn þegar Þorvaldi á að hafa verið boðin vinnan, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tímann verið nefnt við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“ Pistil Bjarna má finna hér neðar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Hannes Hólmsteinn segir Þorvald bitran andstæðing Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn gefur lítið fyrir baráttu Þorvaldar. 11. júní 2020 10:00
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42
Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar. 9. júní 2020 23:47